UM FÉLAGIÐ

Félag Makrílveiðimanna var stofnað í febrúar 2017 af útgerðum sem stunda veiðar á makríl við Ísland með krókum. Í félaginu eru flestar útgerðir sem hafa reynslu af veiðum á makríl á minni skipum og bátum. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna þeirra útgerða sem stunda makrílveiðar með krókum og kynna að kíló af krókaveiddum makríll skapi meiri útflutningsverðmæti en makríll veiddur í troll.
Í stjórn félagsins sitja sex aðalmenn og tveir menn til vara. Formaður félagsins er Unnsteinn Þráinsson skipstjóri á Sigga Bessa SF-97 frá Höfn í Hornafirði.

IMG_0065.jpg